top of page

Íslensk tónlistarkona

Rebekka Ingibjartsdóttir er fædd í Karlsruhe, Þýskalandi. Fjölskyldan flutti svo fljótlega til Íslands  þar sem Rebekka byrjaði að læra á fiðlu hjá Lilju Hjaltadóttur í  Allegro Suzuki-skólanum. 13 ára flutti fjölskyldan svo til Bergen í Noregi. Þar hélt hún áfram í fiðlunáminu. Hún komst inn á tónlistarbrautina við Langhaugen menntaskólann, með hæstu mögulegu einkunn út inntökuprófinu. Hún spilaði í Ungsveit fílharmóníunnar í Bergen í mörg ár, líka eftir að hún flutti til Oslóar til að stunda nám í tónvísindum við háskólann þar. Þar kynntist hún kóralífi borgarinnar og komst fljótt að því að hana langaði að læra meiri stjórnun. 2017 var hún ein af tevimur sem var tekin inn á kórstjórabraut við Norska tónlistarháskólann, í fjögurra ára kandídatnám. Kennarar hennar í stjórnun hafa verið Tone Bianca Sparre Dahl, Vivianne Sydnes, Grete Pedersen, Sigmund Thorp og Michael Reif og Kirsten Taranger kenndi henni söng. Rebekka syngur í margverðlaunuðum kór, Uranienborg Vokalensemble sem er undir stjórn Elisabethar Holte og tekur að sér allskyns verkefni sem sópransöngkona í Osló. Í heimsfaraldrinum hafa Rebekka og maðurinn hennar Zsolt Anderlik staðið fyrir stofutónleikum í beinu streymi á samfélagsmiðlum og tekið upp mikið myndbandsefni fyrir safræna viðburði. Rebekka hefur iðulega mikið af íslenskri tónlist á efnisskránni og finnst skemmtilegast að flytja verk eftir ung norræn tónskáld, bæði sem söngvari og stjórnandi. Hefur húntekið þátt í frumflutningum á verkum eftir Finn Karlsson, Anders Krøger, Gísla Jóhann Grétarsson og Mikael Aksnes. 

Rebekka hefur tekið þátt í fjölmörgum masterklössum, meðal annars með: Gunnar Eriksson, Stefan Parkmann, Jörg-Peter Weigle, Nigel Short, Florian Helgath, Håkon Nystedt og Mark Laycock.

 

278874454_5393572247361984_7188613472102417135_n.jpg

© 2021 REBEKKA INGIBJARTSDÓTTIR TÓNLISTAKONA

bottom of page