Verkefni
NORÐFÓLK
Rebekka og Jó
n Arnar Einarsson hlutu styrk frá sjóði fyrir Norsk-íslenskt menningarsamstarf á vegum Kulturrådet og menntamálaráðuneytisins til þess að gera þjóðlagahefðum íslands og Noregs hátt undir höfði. Þau hafa unnir með kórum bæði á íslandi og Noregi og haldið fjölda tónleika og námskeið.

Árið 2023 hélt Norðfólk fjölmarga tónleika, meðal annars á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. Þau skipulögðu einnig vinnustofur með Laffi Vokalensemble og barnakórnum Litla Laffí og fluttu íslenska þjóðlagatónlist í fullri Sagene kirkju í Ósló.

Árið 2024 stóð tvíeykið fyrir vikulangri sumarvinnustofu í Reykjavík þar sem kóráhugamenn tóku þátt í gerð kórtónleika byggða á norrænni þjóðlagatónlist. Einnig hélðu þau gagnvirka göngutónleika í Hörpunni á Seiglu kammerhátíð. Að lokum spiluðu þau með kórum í Þrándheimi og Ósló og stóðu fyrir þjóðlaganámskeiði fyrir börn.
